Nýr formaður Nemó vinnur með 0.32% atkvæða

Það lá grafarþögn yfir bláa sal á meðan fólk horfði á tölurnar rísa. Tvær rauðar súlur sem myndu ákveða hver næsti meðlimur stjórnarinnar yrði. Eina hljóðið var suðið í kófsveitta skjávarpanum. Þetta voru niðurstöðurnar:

39.84% – Bjarki

40.16% – Eygerður Ω

20% – Skilað auðu

Fólk var í sjokki. Þetta eru tæpustu kosninganiðurstöður síðustu ára. Skoðanir í Verzlunarskólanum hafa ekki verið jafn hnífskiptar um neitt málefni síðan Clubdubb og Wubbalubb aðskilningsins.

Formaður Hax, Máni Þór, sagði í viðtali við RVÍ að hann hafði fylgst með tölunum ramba fram og til baka milli tveggja frambjóðendana á meðan fólk var að kjósa. Á endanum voru þetta 2 atkvæði sem Eygerður hafði yfir Bjarka.

Enn er óvitað hver mun gerast gerast formaður Ómen, sem er andstæðan við Nemó. Nefndin var samþykkt á lagabreytingarfundinum á föstudaginn. Tilgangur nefndarinnar er að safna jafnmiklum peningi á hverju ári og Nemó tapar.


Þórdís vann sætið sem markaðsstjóri og allir sem voru einir í framboði náðu 66.6% atkvæðunum sem þau þurftu. Hér er nýja stjórn NFVÍ til næsta árs.

Forseti – Dagur

Féhirðir – Daði

Markaðsstjóri – Þórdís

Formaður  Listó – Ólöf

Formaður Skemmtó – Sverrir

Ritstýra V86 – Ásta Sóley

Formaður Málfó – Ragnhildur

Formaður Íþró – Óttar

Ritstýra Viljans – Liv

Formaður Nemó – Eygerður