„Ég burðast með þunga tösku á bakinu á hækjum“, segir Atli Hrafnkels í 3.A í ljósi nýja stofuskipulagsins

Nýja stofufyrirkomulagið á 3. ári hefur ollið mörgum nemendum miklum óþægindum og hafa allflestir þriðja árs nemendur þurft að bera þunga þess á einhvern hátt. Þunga sem birtist oftast í formi þungra taska og vetrarúlpna sem fólk burðast með og treður hingað og þangað á 52 mínútna fresti.

Meiri tíma er varið af fólki en áður yfir skóladaginn í ferðatíma og að hafa áhyggjur af verðmætum.  Hvaða gagn gera þessar breytingar og hvaða galla hefur hún í för með sér?

Eflaust bitnar hún mest á þeim sem eiga erfitt með að flytja sig á milli stofa eins og Atli Hrafnkelsson í 3.A.

Atli tognaði nýlega í ökklanum við fótboltaiðkun, hann þarf nú að notast við hækjur í óákveðinn tíma. Atli er ekki sá eini sem finnur fyrir kvölum vegna nýja fyrirkomulagsins. Má nefna Hildimar í 3.S sem er meiddur í ökla.

RVÍ spurði Atla út í nýja kerfið.

Hvernig er það að reynast þér að þurfa að draga dótið þitt á millli stofa eftir hvern tíma?
Það er virkilega erfitt að fara um á hækjunum á milli stofa. Það var vesen að ná mér í lyftulykil upp eina hæð á dag en það er í raun erfiðara að ganga í mismunandi stofur á 2 hæðinni.
Ég burðast með töskuna á bakinu og í úlpunni á öðrum fæti og hækjum. Verð sveittur og þreyttur bara við gang frá stofu 202 til Flugleiðis.
Það væri miklu betra að geta gert eins og læknarnir segja. ,,Fótinn upp á borð og hvíla.”
Við höfum engan samanstað bekkurinn til að yfirgefa skólann sem heild heldur erum við að fara þetta svolítið fjallabaksleiðina, líkt og ég á hækjunum.

Værir þú til í að hafa heimastofu?
„Já! Ég væri til í heimastofu.“

Orðrómar ganga um það að á föstudaginn verður málefnið tekið upp á fundi þar sem fulltrúi Hagsmunaráðs og Gunninga verða viðstödd ásamt fleirum.

Gunninga hefur verið að fá mikinn póst þar sem fólk lýsir yfir óánægju vegna breytinganna. Má nefna sem dæmi ásakanir um að breytingin hafi verið brot gegn barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna þar sem enginn nemandi var spurður álits á breytingunum.

Þessi ásökun stenst hinsvegar ekki þar sem 3. árs nemar eru komnir á fullorðins aldur. Orðið á götunni er hinsvegar að Gunninga sé samhliða nemendum með að vilja breyta aftur yfir í gamla kerfið.