Ágúst Óli Ólafsson: Verzlingur Vikunnar #80

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Ágúst Óli Ólafsson

Bekkur: 2-X
Nefndir: Vésteinar [Formaður], Vísindafélagið, Tæknimaður [Undirnefnd Nemó]
Insta: agust_oli
Besti sketchinn í skaupinu: Ert þú kunnugur staðháttum!?


Hér er maður á ferð sem er alltaf tilbúinn að hjálpa fólki eins og hann sé verktaki með það starf að redda fólki í neyð. Hvort sem það þarf að plugga hljóðinu fyrir þátt í bláa eða bara einhvern til að spjalla við. Ágúst er alltaf til staðar.

Ef við bara hefðum töluna yfir það hvað Ágúst hefur oft komið og hjálpað fólki með eventa á Marmaranum.

Þegar allir eru of uppteknir eða geta ekki verið að vesenast kemur Agúst alltaf sterkur inn. Svo vel séður gæi.

Hví vildirðu fara í formann Vésteins?

„Hef haft áhuga á hljóð og ljósi í langan tíma. Seinasti formaður dróg sig í hlé þannig ég greip tækifærið“