Xanadu er söngleikur Nemó 2019

Í hádeginu í dag var loksins sýnt Nemó-trailerinn eftir nokkra mánaða bið spenntra Verzlinga.

XANADU varð fyrir valinu og fólk virtust virkilega spennt fyrir þessu. Eftir aðeins 3 tíma frá sýningu trailersins eru 60 manns búnir að skrá sig í prufur – og nefndin búast við ennþá fleiri skráningum á morgun. Nemó nefndina skipa Katrín (formaður), Fannar, Eyga, Katrín Ynja, Bjarki, Thelma, Lea, Ragnheiður og Kara.

 

Einnig var tilkynnt listrænu stjórnendurna, en þeir voru:

Unnur Elísabet – Leikstjóri og danshöfundur

Margrét Eir – Söngstjóri

Þórey Birgisdóttir – Aðstoðarleikstjóri og danshöfundur

Mikill spenningur er í loftinu eftir þessa tilkynningu enda ótrúlega spennandi dæmi. Prufurnar byrja í næstu viku og hægt verður að horfa á Xanadu í Háskólabíói í febrúar 2019.