Það er ekki hægt að tilkynna neinn Verzlingar Vikunnar #8 því Listó sýningin er of góð

Við í RVÍ getum ekki tilkynnt neinn Verzling Vikunnar því heimurinn er í hættu!

Eins og kom fram þegar hinn allra fyrsti Verzlingur Vikunnar var tilkynntur þá er þetta titill veittur þeim verzlingi sem skarar fram úr og sýnir yfirburðs ágæti og dáðir í þágu nemendafélagsins þá viku.

Við í RVÍ töldum okkur nokkuð örugg með þessa skilgreiningu þangað til að Listó teymið gjörsamlega sprengdi hana í loft upp. Við erum orðlaus.

Þið getið séð hvað við meinum með því að fara á Shawshank Fangelsið sem er svo góð sýning að hún rífur tíma og rúm í sundur.

Shawshank Fangelsið er nefnilega einskonar Paradox. Sýning þar sem allir virðast vera besti leikarinn. En skilgreiningin á að vera besti leikarinn þýðir að hinir séu ekki jafn góðir. En á sama tíma eru þeir það því þeir eru besti leikarinn líka. Frammistaðan hjá öllum er bara svo helvíti góð að Listó reif gat á heiminn og rökskilning!

Frekar djarft ef þú spyrð okkur.

þetta er líka alveg sérstaklega mikið bravisimo þar sem leikhópurinn hefur sjaldan verið stærri.

Geta samt 14 manns allir verið besti leikarinn í einu ef það er bara einn Óskar til að gefa? Getur alheimurinn staðist slíka þversögn?

Svarið er nei. Ef við stöðvum ekki þennan paradox mun tími og rúm bráðna saman í klessu eins og snjókarl í sólinni og tilvera okkar eins og við þekkjum hana mun hætta að vera.

Related image

Það verður eins og Infinity War nema helmingi fleiri munu deyja

RVÍ er samt með lausn. Ætlum að prufa eitt. Við vitum ekkert hvort þetta mun virka. Við höfum bara engu að tapa lengur. Því Listó fór og setti upp leiksýningu þar sem hver einn og einasti ætti að vera krýndur Verzlingur Vikunnar! Þetta mun taka smá tíma.

Sjáumst á morgun á Listósýningunni, skyldi heimurinn lifa það af!