Umsókn að gera Clubdub nefnd að stjórnarnefnd hafnað

Gunnar Kristínarson Gunnarsson, sem við öll þekkjum sem de facto leiðtoga Clubdubera, kom fram fyrir Stjórninni á miðvikudaginn og lagði fram beiðni að ekki aðeins yrði stofnuð Clubdub nefnd, heldur að hún yrði umsvifarlaust gerð að stjórnarnefnd. Beiðninni var hafnað af Stjórninni.

Sjá fyrri frétt um (áframhaldandi átök Clubdubera & Wubbalubbara hér).

Nefndinni var vísað frá á þeim forsendum að: ‘Aðeins er hægt að krýna nefnd stjórnarnefnd eftir að hafa verið starfandi í þrjú ár’, sagði einkaritari Stjórnarinnar, Líf Vera Nüldna, og að viðtalið hjá Gunnari hafi ekki staðist gæðakröfur sem gerðar eru í Verzló. Að Gunnar hafi að sögn Líf Veru ‘bara mætt í viðtalið og auxað Drykk x3 & Clubdub og horft á stjórnina eftirvæntingafullur’.

Gunnar leiðtogi Friðarhers Clubdubera

Gunnar hafði þetta að segja um ákvörðun stjórnarinnar:

„Mér finnst þetta náttúrulega bara fáránlegt. Ekkert flóknara en það. Clubdub nefnd væri geggjað concept. Sérstaklega þar sem ég veit að allir nemendur myndu styðja þetta. Clubdub Facebook hópurinn er þegar nú kominn [allavega] með 670 members. Það er rúmlega 70% af nemendum skólans sem eru Clubduberar!

Hvort Clubdub verði að nefnd eða ekki situr í þrátefli.

Í öðrum fréttum þá hélt Wubbalubb Útsetningin friðsæl mótmæli fyrir utan nemendakjallaran yfir helgina. Það kom virkilega á óvart að sjá svona marga unga Verzlinga koma saman og berjast fyrir málstaði sem snertir þá. Þess vegna var það synd að það var helgi og enginn Clubdubari í skólanum og hafði enginn frétt af þessu þegar RVÍ ætlaði að taka viðtöl við Clubdubera á Marmaranum.

Nemendur hjá sjálfsalanum á leið í mótmæli hjá Nemkja

Leiðtogi Wubbalubbera senti E-mail á Mannréttindadómstól Evrópusambandsins til þess að biðja þau um að fordæma gjörðir Clubdubera á þeim grundvelli að árásir þeirra og mismunun væru brot á mannrétindum. Evrópusambandið svaraði ekki E-mailunum og seenuðu Wubbalubbera á Facebook.