Tískusýning Listó

7. Nóvember klukkan 11:17 hófst Tískusýning á marmaranum í tilefni Listóvikunnar. Þá gengu fyrirsætur yfir sviðið með glæsibrag og klæddust tískuvörum frá Gallerí 17, 66° Norður og Húrra Reykjavík. Mikil fjölbreytni var á sviðinu og sáu menn allt frá skíðaútbúnaði til undirfatnaðs. Kynnar dagsins voru þeir Tómas Arnar og Brjánn Hróbjartsson.

Seinni hluti sýningarinnar hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi Verzlinga. Fatahönnunarkeppnin. Sigurvegarar voru þeir Gabríel Breki Kristinsson  og Bjarki Björnsson, fyrirsæta hönnuðanna var hann Aron Atli. Annað sætið hlaut Fannar Þór Benediktsson með hönnun sem á t.a.m. rætur sínar að rekja til ævintýrsins „Nýju klæði keisarans” og fyrirsætan var hún Alexandra Guðmundsdóttir.

Sigurvegarar Dagsins

Undirritaðri þótti sýningin í heildina mjög flott og fagmannleg. Kynnarnir héldu uppi stuði og stemningu í hópnum, og héldu meira að segja smá tískukeppni sín á milli. Í þeirri keppni stóð Brjánn uppi sem öruggur sigurvegari “Mestu týpunnar”. Mætingin var mjög góð og sú besta í mannaminnum á Tískusýningu Listó. Mætingin gefur í skyn mikinn áhuga á Listó-leikritinu sem verður frumsýnt næstkomandi föstudag og má kaupa miða hér.