Svanur Þór Vilhjálmsson: Verzlingur Vikunnar #77

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Svanur Þór Vilhjálmsson

Bekkur: 3-T
Nefndir: Treyjan [Formaður], Útvarpsnefnd, Annállinn
Insta: svanur_tor
Most Iconic Duo: Stepbrothers 😂

Já siiiddidu! Svanur skal ávallt vera þekktur sem maðurinn sem endurlífgaði Treyjuna á jeitthvað jannan stóran játt.

Það er öruggt að segja að sögubækurnar munu tala um Treyjuna fyrir- og eftir Svan. Þvílík endurvakning. Zero to Hero. Það er búið að setja algjörlega nýtt viðmið fyrir hverju má búast við af Treyju þætti. Stórt shoutout á Treyjuhjólið og Treyjusendibílinn.

Bíb Bíb

Treyjusendibíllinn er því miður ekki lengur í eigu Treyjunar og hefur verið skilað til Avis. Verzlingar munu sennilega ekki sjá appelsínugulu þrumuna aftur.

Treyjan hitar up fyrir Luigi með geggjaða nýja laginu sínu Roadtrip

Húmor, til dæmis eins og húmorinn í Treyjuni, er ekki bara eitthvað flippað dæmi sem fær mann til að hlæja. Húmor er gríðalega öflugt verkfæri líka. Í gegnum linsu húmors er hægt að tala um allt milli himins og jarðar þótt fólki finnist það tabú með öðrum miðlum. Húmor getur opnað umræður án þess að gera lítið úr þeim.

Grikkirnir töluðu mikið um geðhreinsunina (e. catharsis) sem slíka í kómedíuni og við töluðum mikið við Svan um hvort að eitthvað hefði verið ritskoðað út úr kómedíu Treyjunar.

Já það var einn skets um óheilbrigð sambönd eins og sjúkást. Sketsinn snérist um að annar aðilinn í sambandinu var með kærastan/kærustuna í svokallaðri ,,ól,, myndlíkingu. Við breyttum myndlíkingunni í skets en það var því miður ritskoðað út.