Stjörnuspá II

Hrútur 22.mars – 19. apríl

Lífð verður ekki endilega dans á rósum fyrir þig næstu vikurnar. Þú munt lenda í einhverju leiðindaveseni trekk í trekk á næstunni og það verður jafnvel klikkað leiðinlegt og pirrandi. Álagið í skólanum verður bara meira og meira þannig það sakar ekki að halda rétt á spöðunum. Persónulega lífið verður heldur ekkert endilega auðvelt en ekki örvænta. Hlutirnir virka oft þannig að það leysist úr þeim ef þú gefur þeim tíma, svo þó að komandi tímar séu ekkert voðalega bjartir áttu eftir að enda á toppnum.

 

 

Naut 20. apríl – 20. maí

Mundu að þegar þú gerir mistök fylgja þeim afleiðingar. Það besta í stöðunni þá er að taka ábyrgð. Þú hefur lítið efni á því að láta eins og fórnarlambið og hefur ekki efni á því að ætlast til þess að aðrir reyni að taka ábyrgð fyrir þig, hvað þá að þú kennir þeim um hluti sem eru afleiðingar þinna eigin mistaka. Mundu að það er mikilvægt að taka smá sjálfskoðun af og til, nú er rétti tíminn. Farðu að byggja sjálfan þig upp, finndu ný áhugamál, byrjaðu að sinna þeim gömlu og ekki tapa þér í sýndarmennsku og töffarastælum.

 

 

Tvíburi 20. maí – 21. júní

Nú er tíminn þinn elsku tvibbi. Gefðu skít í áhyggjurnar og dramað því allt það sem þú tekur þér fyrir hendur á næstu vikum á eftir að ganga upp. Það þýðir ekki endilega að það sé bókuð tía á hverju prófi en himintunglin sjá allavega ekki fyrir fall í nálægri framtíð. Ástin blómstrar hjá þér þú þarna lovebird, líttu í kring um þig, kannski er hún mun nær en þú heldur. Ekki vera feiminn við að prófa nýja hluti, aldrei að vita nema þú finnir einhvern sérstakan á nýjum stað sem hitar rækilega upp í kolunum hjá þér.

 

 

Krabbinn 21. júní – 22. júlí

Get ekki mælt meira með því að taka frá svona tvo tíma á föstudaginn eftir skinku/hnakka törn fimmtudagsins. Það kemur fyrir á bestu bæjum að fólk fari að velta sér upp úr djammviskubiti og besta lausnin við því er smá detox í baði, kertaljós, kósí tónlist og góður maski til að láta vandamál gærkvöldsins renna í niðurfallið. Annað gott ráð er líka bara að sleppa því að horfa á memories eða story, það boðar einfaldlega ekki gott, gefðu því smá tíma til þess að gleymast áður en þú endurlifir kvöldið. Everything that happens in skinku&hnakkaball stays in skinku&hnakkaball…

 

 

Ljón 23. júlí – 22. ágúst

Elsku ljón, þú ert svo mikið meðetta. Það er svo eðlilegt að verða stundum smá lítill í sér, og það er ekkert feimnismál að tala um það. Þú átt líka fullt af fólki, jafnvel þó þér líði kannski svolítið einmanna við og við. Málið er samt sem áður að þú ert að brillera í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, þú virkar dáldið eins og síðasta púslið í púsluspilinu, þú ert akkúrat á réttum stað. Það er áreiti frá öllum áttum akkúrat núna en það besta sem þú getur gert er að reyna að taka örlítinn tíma fyrir þig á hverjum degi. Þetta reddast allt saman.

 

 

Meyja 23. ágúst – 22. september

Snúðu þér að sjálfri þér kæra meyja. Þú færð ekkert útúr því að vera endalaust að grugga í annarra manna vandamálum. Taktu tíma fyrir þá sem þér þykir vænt um og gera þig glaða. Stundum er góður ísrúntur allt sem þarf.

 

 

Vog 23. september – 22. október

Sorry vinur. Ekkert spennandi í gangi hjá þér næstu daga… Bara þetta venjulega, mikið að gera, kannski stress og ekkert alltof skemmtilegir tímar. Reyndu bara að halda í vonina… eða eitthvað.

 

 

Sporðdreki 23. október – 21. nóvember

Ástin – SEXÝ – tala – SEXÝ – deita – SEXÝ – sambönd – SEXÝ – kynlíf – SEXÝ. Mundu bara að fara varlega, setja þig í fyrsta sæti og NJÓTA!

 

 

Bogamaður 22. nóvember – 21. desember

Allt er á uppleið hjá þér. Taktu því rólega, leyfðu hlutunum að gerast og ekki stressast yfir litlu hlutunum. Nú er einmitt sá tími ársins sem kakóbollar, jólalög og smákökur fara að verða socially acceptable. Það er líka alltaf gott að brjóta upp daglega amstrið með litlu hlutunum.

 

 

Steingeit 22. desember – 19. janúar

Lífið er rússíbani. Sama hversu mikið þú reynir að stjórna ferðinni verða hápunktar og lápunktar á leið þinni sem þú verður einfaldlega að sætta þig við. Ringulreið, hraði og snögg stopp verði alla leiðina þangað til þú loksins kemst út, ælir kannski smá og þarft að finna jafnvægisskynið aftur. Samt sem áður var þessi rússíbani eitthvað sem þú hefðir aldrei vilja missa af. Ferð sérstaklega hönnuð fyrir þig, eitthvað sem enginn annar á eftir að upplifa. Þannig þegar lífið verður sérstaklega erfitt, mundu bara að næsti hápunktur er í nánd.

 

 

Vatnsberi 20. janúar – 18. febrúar

Elskan mín. Svefn er dýrmætur… en ekki svona dýrmætur. Hádegisblundar eru góðir í hófi en vondur ávani. Sama á við um að leggja sig í tíma, hjá lækni, á kassa í bónus, í klippingu, hjá tannlækni, á æfingu og í vinnunni. Ekki breytast í hrjótandi miðaldra svefnmaskínu og finndu þér einhverja koffínuppsprettu. Þú þarft á því að halda.

 

 

Fiskur 19. febrúar – 20. mars

Núllið er allt í lagi. Stundum er bara gott að taka sér smá break frá ýktum tilfinningaköstum og leyfa sér að anda. Þú þarft ekki einu sinni að hafa unnið þér inn fyrir því. Innistæðan fyrir tilfinningum rennur að sjálfsögðu aldrei út en samt sem áður er stundum líka fínt að gefa bara skít í þær og leyfa þeim ekki að yfirtaka þig. Leyfðu þér bara að vera.