Stjörnuspá☆

Elsku besti Verzlingur. Nú er októbermánuður rétt að byrja, önnin hálfnuð, veturinn byrjaður að segja til sín og eflaust kominn tími á smá sjálfskoðun og heilræði. Það er akkúrat þess vegna sem við köfuðum í djúpar rannsóknir á stjörnunum og grugguðum aðeins í himintunglunum til að leitast eftir einhverjum svörum sem varð að eftirfarandi stjörnuspá, njóttu :**

 

Hrútur 22.mars – 19. apríl

Finndu eitthvað nýtt. Eitthvað sem hitar upp í kolunum hjá þér, gefur þér spennu og nýja sýn. Ömurlegt að finnast maður vera fastur í sama dótinu endalaust. Það þarf heldur ekki að vera eitthvað stórt, kannski bara hlaða niður Tinder eða fá sér Hubba Bubba tyggjó með tímabundu tattúi og góðum boðskap. Ekki tapa barninu í sjálfum þér því þá gætiru miss af svo mörgum geggjuðum hlutum. Skemmir líka ekki fyrir að prufa að vakna kl 8 svona eitt sktykki laugardagsmorgunn og horfa á Gló Mögnuðu, Finnboga og Felix eða Hrútinn Hrein.

 

Naut 20. apríl – 20. maí

Mæli með að fara að drífa í jólainnkaupunum þar sem það fer ekkert að hægjast á hlutunum fyrir þig á næstunni. Það verður mikið að gerast í félagslífinu hjá þér en passaðu þig að flækjast ekki í ónauðsynlegt drama og læti. Ekki blanda þér í mál annarra og allt verður toppnæs hjá þér.

 

Tvíburi 20. maí – 21. júní

Brjóttu djammstreakið elskan. Taktu helginni rólega, horfðu kannski á fjöllumynd með ma og pa, súkkulaðifondue og fótabað. Ekkert eins og að fara í háttinn fyirir klukkan átta á laugardagskvöldi mmmmmm namm. Góð fjallganga á sunnudagsmorgni og þú byrjar vikuna með stæl. Taktu break frá ástarlífinu í bili. Fáir góðir fiskar í sjónum fyrir þig akkúrat núna. Mælum samt með því að reyna við fiskinn þegar þú ert búinn að taka þér pásu. Annars er allt á uppleið hjá þér. Álagið fer að verða þyngra í skólanum, félagslífinu og heima fyrir en þú ert með þetta allt á hreinu og þetta á allt eftir að hafast. Mundu bara að skipuleggja þig.

 

Krabbinn 21. júní – 22. júlí

Mind your own buisness. Snúðu þér að sjálfum þér og hættu að pæla hvað aðrir eru að gera því það skiptir engu máli. Það er ekkert klikkað að gerast akkúrat núna svo þú þarft líka ekki að þjást af fomo ef þú ert ekki alltaf með í öllu, allt í lagi að hygge sig stundum heima og hafa kósí. Þú ættir að prufa að byggja upp persónuleg sambönd með t.d. Steingeitinni en þið ættuð að eiga mjög vel saman samkvæmt nýtilgerðum stjörnuathugunum.

 

Ljón 23. júlí – 22. ágúst

Nú er akkúrat tíminn til þess að þú farir að standa fast á þínu. Hættu að leyfa fólki að vaða yfir þig því þú veist vel að þú ert með hlutina á hreinu. Passaðu uppá vandvirknini í því sem þú gerir því það hefur aldrei verið auðveldara fyrir þig að gera hlutina vel svo ekki henda því tækifæri frá þér. Leyfðu þér að fá smá skot á einhvern þar sem heyrst hefur að Cupid hafi stór plön fyrir þig á næstunni.

 

Meyja 23. ágúst – 22. september

Ástarlífið verður á bullandi siglingu hjá þér elsku meyja. Taktu því fagnandi en ekki setja pressu á það, þá gæti það auðveldlega farið í norður og niðurfallið. Hættu svo að fresta hlutunum, fresturnarvani er ekki hot. Það að gera hlutina jafnóðum er jákvæður kostur sem þú gætir svo auðveldlega tileinkað þér, svo hættu að kvarta yfir tímaleysi og drífðu bara í hlutunum, lífið verður svo miklu auðveldara.

 

Vog 23. september – 22. október

Jeii, þú ert að verða árinu eldri. Gömlu beinin þín krefjast því að þú takir því bara rólega. Ekkert stress á þessum bæ. Farðu í skvísuferð á kaffihús eða trítaðu þig í spa og heitann pott. Dekraðu við þig. Þú átt það skilið.

 

Sporðdreki 23. október – 21. nóvember

Vandamálaflækjan í hausnum á þær stækkar bara og stækkar ef þú heldur henni inni og því væri það ekki óvitlaust að ræða það við einhvern traustann aðila. Mundu líka að nota sólarvörn, skýin blekkja. Það er líka ekkert að því að fara aðeins út og skemmta sér, það getur verið hollt fyrir sálina að djamma. Aldrei að vita nema þú hittir áhugaverða, skemmtilega, skrýtna eða jafnvel sæta einstaklinga sem gæti verið byrjunin á einhverju nýju.

 

Bogamaður 22. nóvember – 21. desember

Allt er gott í hófi kæri bogamaður, hafðu það í huga. Elskaðu náungann og þú munt elska sjálfan þig svo miklu miklu meira. Reyndu að láta fólk ekki fara of mikið í taugarnar á þér, ekkert vit í því. Tímabilið sem þú ert að ganga í gegn um akkúrat núna er buisy as hell en það fer vonandi fljótlega að hægjast á hlutunum. Ekki gleyma að hlúa að persónulegum samböndum, hvort sem það er við foreldra, vini eða elskhuga.

 

Steingeit 22. desember – 19. janúar

ÁSTIN BABY. Örlög þín eru skrifuð í störnurnar, staðfest. Venus hefur verið að brugga eitthvað mikið nýlega sem þíðir að ástarlíf þitt verður bráðlega eldfymt og allt sem þig hefur nokkurntíman dreymt um. Það gæti reyndar líka bara þýtt það að veturinn sé í nánd og þú, kæra jólabarn, ættir einfaldlega að fara að byrja að hlusta á jólalögin, mæli sérstaklega með Laddaplötunni og strumpacoverum af ýmsum toga. Vonandi verða næstu mánuðir samt rólegir á öðrum sviðum þar sem þú þarft á smá slökun að halda. Eyddu tíma með fjölskyldu og vinum og slakaðu aðeins á Netflix glápinu.

 

Vatnsberi 20. janúar – 18. febrúar

Það jafnast ekkert á við það að vera í góðri rútínu. Passaðu uppá dagskránna og þú kemur svo miklu meira í verk. Mundu líka að taka smá me time inn á milli ritgerðaskrifa og prófalesturs. Óvæntir hlutir eiga eftir að gerast á næstunni og þó svo að rútínan hafi ekki pláss fyrir þá er ekkert að því að leyfa þeim að gerast. Try not to stress and be hress bby ;*

 

Fiskur 19. febrúar – 20. mars

Elsku fiskur. Taktu lífið í þínar eigin hendur. Ekki bíða eftir því að einhver annar geri hlutina fyrir þig. Gerðu eitthvað fallegt fyrir sjálfan þig og það mun borga sig á endanum. Gríptu tækifærin þar sem þau gefast og nýttu þau og hættu að fljóta bara með. Prufaðu aðeins að kveikja á hausnum á þér, það er miklu meira í gangi sem þú bara veist ekki af. Hættu að drolla og gerðu eitthvað í lífinu.