Skotárás á Marmaranum í tilefni dags íslenzkrar tungu

Í hádeginu í dag mátti heyra mikið af hlátrasköllum á Marmaranum. BEKEVÍ-keppnin var haldin hátíðlega en hún er eins konar innanskóla MORFÍS-keppni. Keppnin var á milli tveggja tveggja manna liða sem voru annaðhvort með eða á móti því að Fortnite sé að skemma íslenska tungu. Dómnefnd skipuð kennurum og nemendum sá um val á sigurvegurum og var valið ekki auðvelt.

Busarnir Eiríkur og Baldvin mæltu með því að Fortnite sé að skemma íslenska tungu og listabekkjarbusarnir Killian og Árni mæltu gegn því.

Segja má að sannköluð skotárás hafi átt sér stað þar sem að liðin skiptust á að niðurlægja hvort annað og skiptast á ýmsum fúkyrðum sem vöktu kátínu meðal áhorfenda (allt í gríni gert að sjálfsögðu).

Það lið sem bar sigur úr býtum var lið meðmælenda og hlutu þeir gjafapoka frá INNNES sem innihélt ýmsar vörur en ræðumaður hádegisins var hann Killian og hlaut hann ljóðabók í verðlaun frá íslenskudeildinni.