Brúnkubylgja

Í seinustu viku tóku skarpir Verzlingar eftir fjölgandi brúnkuslysum. Því kom í ljós að bæði Skemmtinefndin og Verzlunarskólablaðið hefðu farið saman í brúnkusprautun hjá Snyrtistofunni Helenu Fögru. Ekki bara það, heldur fengu þau öll dekksta lit sem mögulegt var að fá og erfitt var að láta það fara framhjá manni að þau hefðu farið í brúnkusprautun, enda var húðliturinn orðinn nær appelsínu í lit frekar en almennur húðlitur.

Fólk er ekki alveg viss af hverju þau myndu hugsa sér að gera svona lagað, en þetta er nú menntaskóli – Maður er að reyna að finna sig og með því að gera það þarf maður að prófa nýja hluti. Það hljómar allavega vel í mínum eyrum. Reyndar hefur heyrst að þetta hafi verið public stunt til að sjá hversu margir myndu fylgja þeim. Annað source segir að þau hafi gert þetta til að undirbúa sig undir VÍ-mr vikuna í þessari viku. Eða kannski var þetta einhver ádeila á útlitsdýrkun. Hver veit?

Heyrst hefur að þau hafi öll hist um helgina til að hjálpast að til að skrúbba brúnkunna af sér í kvennasturtuklefunum í skólanum. Greinilega sáu þau eftir þessari ákvörðun að brúnka sig.

Skemmtinefndina skipa Egill, Styr, Andrea, Mímir, Kolbrún, Magdalena, Gunnar og Sverrir en Verzlunarskólablaðið skipa Ragnhildur, Ninna, Ásta, Agnes, Bryndís, Fannar, Baldvin, Selma og Ágúst.

Skemmtunarskólablaðið is coming.