SAMSUNG FÓLFMÓT ÍÞRÓ 2018

Fótboltagolfmót Íþró var haldið hátíðlegt á fimmtudaginn síðastliðinn þar sem 15 lið kepptu. Tveir busar voru dregnir fyrir hvert lið til þess að vera vatnsberar á mótinu, sem var haldið í Skemmtigarðinum í Grafarvogi.
Egill Orri og Gunnar Sveinn fengu verðlaun fyrir bestu búningana á mótinu en Fannar Sigurðs og Hilmir Hlér unnu fótboltagolfið. Mikið vatn var drukkið á mótinu og því var annasamt hjá vatnsberunum. (sjá mynd af stressuðum vatnsbera)

  

Mótið var mjög vel heppnað þrátt fyrir skyndileg veikindi hjá keppanda í rauðum búning og spurningin er hvort að vatnsberinn hans beri ábyrgð á því.
😉 😉