RVÍ er nýjasta nefnd skólans!

Þetta var aðeins tímaspurnsmál.

Hörku inntökuviðtöl RVÍ voru haldin 13. september og við nefndin kynnum okkur formlega í dag sem heitustu nefnd skólans síðan tilurð Treyjunnar. Ójá, þetta eru sko sannarlega nýir tímar!

Nefndina skipa eftirfarandi:
Kjartan Ragnarsson – Formaður
Bjarki Sigurðsson
Eva Margit Wang Atladóttir
Erlingur Sigvaldason
Sunneva Þorsteinsdóttir
Harpa Hrafnborg Viðarsdóttir
Kolbrún María Másdóttir
Aþena Hermannsdóttir

Búist við að sjá vikulega liði byrja að detta inn með tímanum. Bangin’ Banter, sjóðheitar samsæriskenningar og meira sem mun koma öllum á óvart.

Ávarp formans:
Þó  að það sé ritnefnd, þá er RVÍ umfram allt frèttamiðillinn ykkar. Þess vegna bjóðum við öllum sem hafa frétt eða eitthvað að segja, að tala við okkur og við komum upplýsingunum eða fréttinni á síðuna.
Við erum fyrir ykkur og vegna ykkar, því ekki er hægt að segja að tré hafi fallið í skógi ef að enginn er viðstaddur til að heyra það. Á sama veg eru það ekki virkilega fréttir ef enginn er viðstaddur til að lesa þær.