Peysusölu NFVÍ lýkur

Mátun og sölu á Málfó peysum lauk þann 11. september. Úrvalið í ár var mikið og fjölbreytt. 2018 mun standa út meðal fyrri ára með sínu auðkennanlega Hermes merki og vera fyrsta skiptið sem langermabolur er seldur.

RVÍ tók viðtal við Bjarka, formann Málfó um peysusöluna til að fá svör við spurningum sem brenna á Verzlingum þessa daganna.

Var góð sala á peysunum?

Salan gekk mjög vel eins og síðustu ár og munum við sjá mjög marga Verzlinga í Verzlópeysum á göngum skólans á næstunni.

Græna peysan með Hermes framan á er skemmtilega frábrugðin fyrri fordæmum af Verzlópeysum. Hver er hugsunin á bak við hönnunina á peysunum í ár?

Hönnunin á peysunum í ár var gerð af okkur í Málfó ásamt Kötlu Einars og Ragnhildi Ásgeirs en við vildum ekki að peysan öskraði á fólk að þú værir í Verzló eins og var í fyrra heldur bara hafa viðskiptaguðinn, sem við elskum öll og dáum, framan á.

Hvenær má búast við að peysurnar komi í hús?

Peysurnar verða afhentar þann 5. október á VÍ-mr daginn og verða komnar í stofur nemenda um morguninn.