Pétur Már Sigurðsson: Verzlingur Vikunnar #4 (og ræðumaður kvöldsins)

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Pétur Már Sigurðsson

Bekkur: 3-A
Nefndir: El Presidente
Insta: petunmar
Ræðumaður kvöldsins á VÍ-emer:

Við í RVÍ getum ekki mögulega komist yfir allt það sem Pétur er búinn að gera fyrir þetta nemendafélag, síðan hann varð forseti þess, og árið er rétt aðeins að byrja. Ævisaga Péturs þarf að tileinka allavega svona 7 köflum fyrir aðeins 3. árið hans eitt og sér samkvæmt framvinduspám. 

Pétur var valinn ræðumaður kvöldsins í gær á VÍ-EsmeRöldu deginum þegar Morfís lið VÍ og mr skullu saman og skáru loftið með orðum í keppni sem er fyrir sögubækurnar.

Pétur að rústa mr

Maðurinn er búinn að vernda VÍ-myrru bikarinn okkar síðan 2016 þegar hann fyrst tók þátt í Morfís sem busi. Síðan þá hefur hann leikið í Nemó & Listó, sungið á Vælinu, starfað í fjölda undirnefndum, skrifað í V84, verið í Málfó, Viljann og forritaði einmitt þessa síðu sem RVÍ notar til að skrifa til ykkar í dag. Listinn heldur áfram.
Áfram og áfram og áfram.
Eitt stórt klapp myndi passa vel hér.

Ef þið eruð miklir spekúlerar eins og við hjá RVÍ veltið þið kannski fyrir ykkur hvar Pétur væri ef hann hefði ekki farið, eða jafnvel ekki komist, í Verzló. Svo við spurðum.

Ég á ótrúlega erfitt með að sjá fyrir mér hvar ég væri. Ég hugsa að ég væri í FSu og búinn að leggja mikla áherslu á forritun. Mér finnst líka líklegt að ég væri að taka virkan þátt í bæjarpólitíkinni á Selfossi og félagsstörfum í FSu og ungmennahúsinu. Ég hefði samt aldrei öðlast þessa dýrmætu reynslu sem ég hef fengið í gegnum NFVÍ, þegar kemur að skipulagningu viðburða, samskiptum við fyrirtæki og framleiðslu á efni.