Nýnemaball Verzló í Silfurbergi #KlappaKisum

Þriðjudaginn þann 18. september lögðu Verzlingar leið sýna að Hörpunni og fóru á nýnemaball.

Ballið gjörsamlega sló í gegn og komust færri á ballið en vildu. Artistar kvöldsins voru ekki af verri endanum en þeir voru eftirfarandi

Friðrik Dór
DJ Dóra Júlía
ClubDub
Floni
Þorri & Wonayd

Gestir skemmtu sér konunglega og var sögulegt magn af fólki sem blés í áfengismæla hjá námsráðgjöfum en um 62% nemenda freistuðu gæfunnar á að vinna í edrúpottinum.

Ballið gekk mjög vel fyrir utan þá staðreynd að þegar undirritaður ætlaði að fara með úlpuna sína í fatahengið, var það fullt. Stærra fatahengi á næsta ball Harpa. Stærra fatahengi.

Þegar klukkan sló 01:00 fóru nemendur að koma sér heim og mættu um 62% nemenda skólans í fyrsta tíma klukkan 8:15 daginn eftir.

Þetta ball setti algjörlega tóninn fyrir næstu böll og teljum við í RVÍ að þau verði ekkert síðri.