Nanna Guðrún Sigurðardóttir: Verzlingur Vikunnar #7

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Nanna Guðrún Sigurðardóttir

Bekkur: 3-A
Nefndir: The Commercial College of Iceland Waves (Versló Öldur) [Formaður], Málfó
Insta: nannagsig
Hvort hleypur hægri fótur eða vinstri fóturinn þinn hraðar?: Ég held að þeir hlaupa jafn hratt

Nanna skín bjartar en sólin á marga vegu. 

Það má færa rök fyrir því að Verzló Waves vikan er búin að vera besta vika annarinnar í þessum skóla. Aldrei hefur Marmarinn verið svona vel sóttur. Yowsah! Takk fyrir að plögga þessari viku, Nanna ásamt öllum í VW. Uppáhalds artisti RVÍ var Brojob.

Nanna Waves er líka alveg vel þekkt fyrir geggjaða tónlistarsmekkin sinn. Eiginlega synd að það var aldrei ‘Nanna auxar upp Marmarann’ á dagskrá í vikunni. RVÍ mælir sterklega með að skoða þennan geggjaða playlista á Spotify’inu hennar.  Ef þú þarft einhverntímann að bjarga partíi þá setturðu bara lögin hennar á shuffle.

Image may contain: 2 people, people smiling, hat and outdoor

Nanna segir John Lennon að hann sé góður á gítar og ætti að stofna hljómsveit, circa 1956

Öllum ungum artistum dreymir um að komast einn daginn inní Saved hjá Nönnu á Spotify. RVÍ kíkti til Nönnu og komst að því að Sturla & Joey hafi verið uppáhalds upptroðið hennar á Waves. Hvað ef allt væri hægt samt? Hver væri drauma artistin hennar Nönnu?

Hmmm. Sko, ég var mjög ánægð að fá Sturlu Atlas þar sem þeir eru alveg í uppáhaldi en mér hefði líka fundist geggjað að fá eitthvað pínu öðruvísi eins og kannski Retro Stefson – sem spila eiginlega ekki lengur, Vök eða Moses Hightower.