Möfflutrailer frumsýndur

Í dag var möfflutrailerinn sýndur og komu Vezlingar saman á marmaranum, keyptu sér vöfflur og snéru lukkuhjólinu. Það var vægast sagt glaðleg stemning á marmaranum. Möfflutrailerinn hefur verið árlegur liður í Nemó-vikunni eins og flestir Verzlingar vita. Ég fékk mér sæti með Fannari Sigurðssyni, sem stóð ásamt Mána Snæ á bakvið möfflutrailerinn og ræddi aðeins við hann.

Hvernig spratt hugmyndin upp?

„Eins og flestir Verzlingar vita þá er nú alltaf möfflutrailer, við máni vorum klukkan 3 um nótt á laugardaginn að ræða myndbandið. Samræðan í upphafi myndbands átti sér í raun stað en Nölli hringdi ekki. Það að búa til lag virtist ómögulegt. En við enduðum á að gera lag. Máni er nefnilega búinn að vera í beat-fikti í gegnum tíðina.“

Máni sýndi Fannari beatið og þeim datt strax í hug að viðlagið yrði „maffla maffla maffla“. Lagið var tekið upp í stúdíóinu hjá Mána í Síðumúlanum. Lagið var tilbúið eftir mikið strit á sunnudeginum. Máni tók alla nóttina í að klippa og átti það að vera sýnt á mánudeginum en Íþróttafélagið varð í vegi fyrir sýningu myndbandsins sem varð til þess að myndbandið var sýnt í dag.

 

Hvenær kemur linkur á netið?

Pétur mun vinna með að setja þetta inn á Youtube þar sem fólk mun geta horft á og haft gaman af.


Í millitíðinni geta lesendur hlustað á þetta vinsæla vöfflulag þangað til Möfflulagið fer í loftið:

https://www.youtube.com/watch?v=eDU0CTDMk2g

26. september 2018