Katrín Magnúsdóttir: Verzlingur Vikunnar #3

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Katrín Magnúsdóttir

Bekkur: 3-B
Nefndir: 
Nemó (formaður), Stjórnin
Insta: katrinmagnus
Lína sem fólk þarf að hætta að droppa: Mamma þín’

Ef það væri Forbes listi yfir topp-20 duglegustu Verzlinganna væri Katrín Magnúsdóttir fastagestur á þeim lista. Líka á topp-20 listanum yfir Verzlinga sem sofna mikið í tíma.

Katrín að njóta lífsins með félögunum úr Nemó á síðasta ári

Katrínu þarf ekki að kynna. Hún er goðsögnin sem við þekkjum úr möfflunum á Marmaranum fyrr úr vikunni.

Þegar Katrín tekur sér tíma frá því að baka möfflur leggur hún hönd á plóg í Nemendamótssöngleiknum Xanadu. RVÍ dauðlangaði að vita meira.

‘Ú heyrðu sko upphaflega ætluðum við að setja upp annan söngleik’, sagði Katrín við RVÍ, ‘en á seinustu stundu kom í ljós að Nemó mætti ekki setja hann upp.’

Það var Unnur Elísabet, dans- og leikstjóri sem stakk upp á Xanadu.

‘Í byjun vissum við nefndin ekkert hvað [Xanadu] væri. Þegar við fórum að skoða það betur þá leist okkur rosalega vel á þetta og kýldum á [það].

Það vita það ekki endilega allir en Katrín hefur séð um Nemó ferlið tvisvar sinnum áður. Ekki nóg með það, þá er Nemó eina nefndin sem Katrín hefur setið í. Nú er hún komin á þriðja og seinasta árið sitt í Verzló.

Við spurðum hana, ef hún gæti farið aftur í tímann og gert þetta allt aftur, hvað hefðiru viljað gera öðruvísi?

„Gaah erfið spurning Nemó er alltaf nr 1 en ég hefði örugglega reynt að komast inn í Verzlunarskólablaðið eða Listónefndina“