Heimsókn frá Rumilly, Frakklandi

Skiptinemar komu í heimsókn í Verzló í dag og þeim leist mjög vel á skólann. Sérstaklega skemmtilegt fannst þeim að sjá hoppukastalann og stemninguna á marmaranum.

Dagurinn byrjaði á stuttum skilaboðum frá Þorkatli Diego, þar sem hann bauð nemendurna velkomna í skólann. Þá fóru nemendur með níu af íslensku gestgjöfunum, sem hýsa nemendurna þessa viku og fram að næstkomandi miðvikudegi, í stutta kynningu um skólann. Þeim fannst hann afskaplega stór og voru yfir sig hrifin af íþrótta- og félagslífsaðstöðunni.

Við vonum að nemendurnir 18 munu njóta dvöl sinni hér og gestgjafarnir, sem eru annars árs frönsku nemar, veiti þeim jafn góða viku og þau hlutu fyrr í mánuðinum í Rumilly.