Gamli Rjóminn sýndi lagið [Verzló að eilífu] í korterinu

Í tilefni VÍ-emer dagsins kom Gamli Rjóminn, nemendum úr Verzló, í Bláa sal og frumsýndi nýja lagið sitt: Verzló að eilífu.

Stílinn á myndbandinu var djarfur og skemmtilegur og fannst sumum það kjánalegt á meðan aðrið dýrkuðu það. Myndhlutfallið var 1:1 og í stíl gamlra polaroid ljósmynda með ýktum litum og lítið af hreyfingu á myndavélinni til að ýta undir ljósmynda lookið. Þú getur stoppað myndbandið hvenær sem er og það lýtur út eins og retró ljósmynd af foreldrum þínum þegar þau voru í menntó.

Lagið verður komið inn á Spotify á mánudaginn eða þriðjudaginn hjá Rjóminn en má finna hér á Youtube.

Frikki Dór vildi vera með í loka viðlagi lagsins en Gamli Rjóminn náði honum ekki inn.

Á öðrum nótum þá var niðurtal lagsins í byrjun alltof hávært og langt yfir þeim mörkum sem valda langtíma skaða á heyrn, eins og flestar niðurtalninga í Verzló.