Ella María Georgsdóttir: Verzlingur Vikunnar #6

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Ella María Gunnarsson

Bekkur: 2-B
Nefndir: Femínistafélagið (formaður), PR Listó (formaður), vídjónefnd Listó, Demó, Lögsögumenn
Insta: ellamaaria_
Það eru rúmlega 40 milljón kengúrur í heiminum og Íslendingar eru aðeins 340 þúsund. Ef það kæmi upp staða þar sem 40 milljón kengúrur réðust á ísland þyrfti hver maður að taka niður 117 kengrúrur að meðaltali. Heldurðu að við gætum það?: Ahahaha, allt er hægt ef Viljinn er fyrir hendi, en nei.

Ef Ella María ætti einhverja haters, þá myndi hún ekki einu sinni vita af því. Hún er lífsglöð og henni er alveg sama hvað öðrum finnst. Að finna Ellu í slæmu skapi á göngunum er bara eins og að finna Einhyrning.
Einhyrningar eru ekki til. Gangi ykkur vel með það.

Ella var með svo gott first impression þegar hún kom í Verzló. Hápunktur nýnemavakninga síns tíma. Mikael Harðar og Arnór Hermann buðu hana velkomna í Verzló.

Ella hefur komið langt síðan þá.

Ella var í síðasta Listóleikriti. Það dró mikin innblástur frá Skam. Skömm var geggjað leikrit og Ella var geggjuð í því. Fleirum en bara Verzlingum fannst það og kom það engum á óvart þegar hún fékk símtalið frá Hollywood.

Image may contain: Ella María Georgsdóttir, smiling, standing

Ella þegar hún vann Óskarinn fyrir að leika Kötu

Ella er virk í að berjast fyrir réttlæti. Hrein fyrirmynd. Ella var stödd niðri á Arnarhóli á útgöngunni í miðri feministavikunni. Maður myndi halda að alskonar hlutir væru að fara í gegnum hausinn hennar á þeim tíma. Við spurðum út í það.

Á sama tíma og ég fann fyrir mjög miklu stolti að vera íslensk kona þá áttaði ég mig líka á því hvað þessi vandi er stór og mikið raunverulegri en ég held oft að hann sé í samfélaginu okkar. Best fannst mér að finna samstöðu svona ótal margra kvenna af svo stóru aldursbili, með mismunandi bakrunna og sögur en verst að ég þurfti að fara fyrr með bílinn á verkstæði hahaha:/

Var bílinn mikið bilaður?

Ahahaha! Nei, nei. Bara smá rifa á stuðaranum og spegillinn í messi.