Eiríkur Kúld Viktorsson: Verzlingur Vikunnar #2

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Eiríkur Kúld Viktorsson

Bekkur: 1-R
Nefndir: 
Listó
Insta: eirikur.kuld
Skoðun á fólki sem fer í símann í bíó: Þið eruð verstu týpurnar.

Eiríkur er businn í Listó og vá, hvað sýningin er í góðum höndum í ár! Listó er búið að taka við Eiríki með opnum örmum og hlakkar hann innilega til að vinna með þeim. Bara alveg himinlifandi fyrir tækifærið.

Related image

Hérna sjáum við Eirík leika í sýningunni Hetjan(Hero) frá síðasta ári. Jiii.
Einn góðan veðurdag sá Eiríkur litla auglýsingu á Facebook fyrir prufur í einhverja leiksýningu. Eftir prufurnar var honum veitt hlutverkið Sten hermaður og sýndi leikhópurinn í heimabænum hans, Hafnafirði, 6 sinnum.

Það var samt ekki endi sögunar, því þau fóru síðan í mánaðar tour um Bretland. Þau fóru meira að segja á Fringe í Edinborg! WOT!?

Á Fringe var Eiríki boðið að koma í prufur fyrir West-End sýningu en því miður komst hann ekki inn. Vinsælar kenningar á netinu vilja samt meina að Eiríkur hafi hafnað því sjálfur til þess að gera tíma fyrir nefndarstörf Listó í framtíðinni.

Þetta er allt satt, btw. Krakkinn hefur talent. Hafið augun opin fyrir honum í framtíðinni. Hann gæti verið án bílprófs en það hefur ekki stoppað hann frá því að elta draumana sína hingað til. Hver veit, við gætum verið að vinna með framtíðar formann Listó!

See you on the other side!

-Ritnefnd VÍ