Ljóslaus dagur í Nemendakjallaranum

Hlutir fóru í háaloft í dag þegar sparkað var fótbolta í eitt ljósið niðri í Nemendakjallaranum á meðan dregið var í kaddýana fyrir Golfmót Íþró.

Spennan var í hámarki og fagnað var með hátíðlegu boltasparki. Boltinn skoppaði hærra en áætlað var og mölvaðist ljósakrónan næst ljósmyndaherberginu í mange lange brot.

Að laga tjónið mun ekki kosta það mikið, þó mun það kosta nokkuð mikið.

Ekki er vitað hvort að afbrotamaðurinn muni þurfa að greiða skaðann sjálfur en segir Stjórnin að þetta verði leyst eins og hvert annað mál.