Diljá Pétursdóttir: Verzlingur Vikunnar #78

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Diljá Pétursdóttir

Sérstaklega sterka söngkonan á sérstaklega sterka Vælinu.

Bekkur: 2-S
Nefndir: Rjóminn [formaður]
Insta: diljap
Sannleikurinn: Pulsa í brauði er ekki samloka.

Atriðið hennar Diljá á sunnudagin olli sterkari tilfinningum hjá áhorfendum heldur en klemmusætin í Hörpuni gerðu fyrir þá sem brutu símana sína. 

Vælið í ár var sérstaklega sterkt. Hversu heppin var Diljá að vera einmitt sérstaklega sterkur söngvari líka? Það var eflaust engin heppni. Margir sem RVÍ ræddu við -svo sem matbúðarkonurnar – lýstu sömu tilfinningunni að hafa einfaldega fundið fyrir því að Diljá myndi næla sér í sigurinn þegar hún var að syngja.

Image result for creep radiohead

Lagið sem Diljá söng var Creep eftir Radiohead. Hörkulag í frábærri útgáfu. Maður spyr sig (og við spurðum Diljá): Hvað ef lagið Creep væri ekki til?

„Valdi Creep því textinn er powerful og hreyfir við mér. Lögin sem ég hugsaði um líka voru Addicted to you, Rise up og I’d rather go blind.“

Diljá var samt ekki bara að sýna og sanna á Vælinu, hún var einnig að frumsýna nýja Rjómaþáttin og táraðist fólk úr hlátri yfir honum eins og það gerði úr sorg yfir Creep. Það er vanalega hefð að 12:00 sýni þátt á Vælinu enn í ár var prufað að svissa þeim.

„Major markmiðið mitt fyrir rjómann er að gera lög sem munu makea it to history“