Clubdubberar fremja landráð á Nemkja og lýsa yfir opnun ‘Klúbbsins’

Clubduberar hafa byrjað að neita öðrum, meðal annars nemendafélaginu aðgang að nemendakjallaranum og hafa reist múr sem klýfur rýmið í tvennt. Þetta gera þeir sem svar við að tillagan að stofna Clubdub nefnd hafi verið hafnað.

Klúbburinn eins og hann lýtur út í dag

Klósettin, ljósmyndaherbergið, stóra fundarherbergið & forseta og féhirðisskrifstofan eru í þessum töluðu orðum lokuð bakvið múrvegg reistum af Clubduberum. Þeir kalla svæðið ‘Klúbbinn’ og lýsa yfir fullveldi sínu og aðskilnaði frá nemendafélaginu.

Skrifstofa stjórnarinnar fordæmir aðgerðirnar og birti fréttatilkynningu um að ‘Landráð brjóti sterklega gegn lögum NFVÍ’

NFVÍ leitar eftir því að endurheimta Nemendakjallarann á friðsamlegan hátt, án ofbeldis.

Á móti hefur Gunnar Kristínar- og Gunnarsson sagt að ekki á neinum stað í lögum NFVÍ sé ritað niður að bannað sé að fremja landráð eða föðurlandssvik. Einnig hótaði hann að leigja aðstöðuna út til MR og að gefa þeim ljósmyndabúnaðinn frían.

Gunnar sagði þetta við RVÍ varðandi opnun Klúbbsins:

„Ef að nemendafélagið ætlar ekki að styðja Clubdubera munum við segja okkur úr nemendafélaginu. Við þurfum ekki þetta dæmi, það er aldrei gert neitt Clubdub dót í þessum skóla! Fyrir þá sem eru sammála erum við búin að opna skráningu í Clubdub félagið sem mun búa til sick clubdub miðlað efni. Join the Club!“

Margir Clubduberar eru ósammála því að clubduberar ættu að rífa sig úr nemendafélaginu; þeim finnst að reyna ætti að ná sáttum án þess að fleygja sér í valdabárrátu og hafa í kjölfarið sagt sig úr clubdub hópnum. Samkvæmt gögnum leynilögreglu NFVÍ eru rúmir 25% clubdubera búnir að yfirgefa Klúbbinn. Einkum þeir sem voru virkir í nefndarstörfum áður fyrir landráð Clubdubera.

Stjórnin hefur ákveðið að standa með Wubbalubberum, óvina fylkingu Clubdubera, þrátt fyrir fyrri mál sem hafa komið upp í tengslum við meinta ofbeldismenningu innan wubbalubbera og hafa þegar byrjað að gera upp gömlu 3-L stofuna fyrir nefndarstörf í nýju álmunni á þriðju hæð.