ClubDub eða Wubbalubbadubdub?

Nokkrir glöggir nemendur urðu varir við hljómsveitina ClubDub að auxa á Marmaranum 30. október. Mun fleiri nemendur muna hinsvegar eftir gulu orðunum sem voru spreyjuð óboðin bakvið skólann nokkrum dögum fyrir Clubdubbið, orðin Wubbalubbadubdub. 

Bakvið skólann standa orðin „Wubbalubbadubdub“ og er verið að vitna í Rick úr Rick and Morty þáttunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta listræna skemmdarverk (svo kallað lista-verk) hefur birst utan á skólanum og kostar það rúmlega 35.000 kr fyrir skólann í hvert sinn að láta fjarlægja það samkvæmt Kidda húsverði. Umdeilt er hinsvegar hvort orðunum ætti að vera leyft að standa eða ekki og hefur ákveðinn aðdáendahópur myndast í kringum djarfa verkið.

Marmarinn fyltist af fólki í busavikunni sem var spennt að hlusta á ClubDub og fengu þau frítt Nocco. Viðburðurinn var almennt vel séður í augum Verzlinga, en nánast jafn margir nýttu hádegispásuna sína í að safnast fyrir utan skólann, virða fyrir sér og ræða listræna gjörninginn „Wubbalubbadubdub“. Gjörningur sem er auðvitað bersýnt skemmdarverk og tjón fyrir skólann. Vegna athyglinar sem Wubbalubbadubdub náði að draga til sín var mætingin á ClubDub þess vegna aðeins helmingurinn af þeirri áætlaðari og kláraðist Noccoið ekki fyrr en langt inn í næstu viku.

Tvískipting nemenda á ClubDub deginum kallar fram spurninguna: Hvort er vinsælla í Verzló, ClubDub eða „Wubbalubbadubdub“?

Það er nú þegar mikill rígur og beef búið að myndast innan skólans á milli Clubdubbara og Wubbalubbarana. Sem dæmi hafa Wubbalubbarar byrjað að ráðast á Clubdubbera sem koma inn í nýju álmuna á 3. hæð og er öllum Clubdubberum ráðlagt að forðast það svæði. Hætta er að átökin aukist frekar ef engri málamiðlun er náð. Leiðtogi Clubdubbera og Wubbalubbera sem óþarfi er að nafngreina ætla að funda í nemendakjallaranum næstkomandi mánudag með það að markmiði að skilningur myndist á milli flokkanna tveggja.