Aukatímar í stærðfræði

Hefur þú gaman af þrautum og hefur áhuga á að bæta þig í vísindagreinum, að hugsa á vísindalegan hátt og/eða að standa þig vel í þeim keppnum sem eru haldnar fyrir nemendur í framhaldsskóla í vísindagreinum, svo sem stærð-, eðlis-, efna-, tölvunar- og líffræði?

Þá viljum við í Vísindafélaginu kynna fyrir þér nýja möguleika til að tileinka þér alla þessa eiginleika og færni.

Það eru sem sagt haldnar ýmsar framhaldsskólakeppnir hérlendis þar sem einstaklingar geta prófað sig áfram í oft öðruvísi dæmum og efnum en við lærum í skólanum. Fyrsta keppnin er núna í 9. október og er í stærðfræði. Keppnin er haldin á landsvísu. Þeir sem standa sig best í forkeppninni komast í úrslit og úr þeim hópi er síðan valið í landsliðið. Það fer síðan næstkomandi sumar á IMO (Bath, UK).

Þar sem stærðfræðikeppnin er fyrst á dagskrá byrjum við í samráði við kennara hér í Verzló með tíma fyrir áhugasama næstu þrjár vikur að keppni.

Fyrsti stærðfræðitíminn verður núna á fimmtudaginn kl. 15:55-17:00 í stofu 306 (en ef mikill áhugi er þá eru kennararnir tilbúnir að vera lengur:)) og á sama tíma næstu tvær vikurnar. Síðan eftir forkeppnina í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna einbeitum við okkur líkast til meira að hinum vísindagreinunum.

Ásta Jenný deildarstjóri í stærðfræði ætlar að kenna ásamt öðrum kennara.
Efni tímanna er komið undir kennaranum, en við viljum að þeir sem mæti læri að keppa í svona keppnum (þ.e. án vasareiknis) þar sem notaður er annar hugsunarháttur en í tímum.

Endilega nýttu þér þetta tækifæri, þú munt ekki sjá eftir því!

– Vísindafélag NFVÍ