Alexander Þór Gunnarsson: Verzlingur Vikunnar #5

Verzlingur Vikunnar að þessu sinni er: Alexander Þór Gunnarsson

Bekkur: 2-B
Nefndir: Bíónefnd (formaður), Júrónefnd (formaður), Vídeónefnd-Listó, Lögsögumenn
Insta: lexi_luxus
Spurning til forspárrar konu (Hún má senda honum í pm): Verð ég stórt nafn í þessum heimi?

RVÍ er sko að segja ykkur: Alexander er eitthvað annað fyndinn gaur. Lexi var einmitt það sem þessi skóli þurfti þegar hann mætti á svæðið og er í þessum töluðu orðum að endurskilgreina hvað það þýðir að vera sannur MarmarakóngurÞað er sannur harmleikur að hinnir framhaldskólarnir munu aldrei fá að upplifa það að hafa eitt stykki Alexander á meðal þeirra. 

Hafiði séð myndböndin hans Alexanders? Hann er einn besti kvikmyndagerðarmaður í þessum skóla. RVÍ er spennt að sjá myndefnið sem hann vinnur í yfir skólagönguna og í framtíðinni skyldi hann halda áfram eftir framhaldskólann. Alexander segist vilja vinna við það einn daginn þannig að við getum öll beðið spennt.

Þessi mynd segir meira en 1000 orð

Myndin segir meira en 1000 orð

Þeir sem þekkja Lexa hafa örugglega oft spáð í hvernig Verzló hefði verið í dag hefði skólinn verið án Lexa. Ef hann hefði kannski valið Kvennó í staðinn, eða kannski bara dáið. Þess vegna spurðum við í RVÍ Lexa hvort hann hafi einhverntímann verið í lífshættu.

‘Já þegar það var hvirfilbylur í Bandaríkjunum þá biðum við mamma og bróðir minn inni á baði hjá einhverjum ókunnugum að bíða þar til honum lyki. […] Ef við hefðum ekki farið til ókunnuga mannsins, þá hefðu mögulega verið slæmar afleiðingar.’

Þar höfum við það. Það er fáránlegt hvað heimurinn getur verið tæpur stundum. Metum það sem við höfum.
Eins og Alexander.
Hann er Marmarakóngur.